- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Vikuna 27. - 31. maí er mikið um að vera í skólanum enda síðasta kennsluvika fyrir sumarfrí.
Mánudaginn 27. maí verður útivist með umsjónarkennara.
Þriðjudaginn 28. maí eru Þelamerkurleikarnir þar sem nemendur keppa í ýmsum íþróttagreinum, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum. Í fyrsta skipti verður keppt í sundi og fer sú keppni fram eftir hádegi. Verðlaunaafhending Þelamerkurleikanna verður síðasta kennsludag.
Umhverfisdagurinn verður miðvikudaginn 29. maí. Dagurinn byrjar á ruslatýnslu í nágrenni skólans. Klukkan 9.30 verður farið til Akureyrar og tveir staðir heimsóttir. Fyrst heimsækjum við Endurvinnsluna og fáum kynningu á starfsemi þeirra. Síðan heimsækjum við Sólskóga. Við borðum hádegismat í Kjarna og leikum okkur þar fram að heimferð.
Fimmtudaginn 30. maí er vorferð skólans. Farið verður með 1. -5. bekk til Dalvíkur. Þar skoða nemendur Byggðasafnið. Prófa að klifra í klifurvegg og að lokum skoða þau fuglasýninguna á Húsabakka. Nemendur 6. - 10. bekkjar fara til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Síldarminjasafnið verður skoðað og svo fara allir í strandblak og mínigolf. Síðan fara þau í sund á Ólafsfirði. Heimferð er á venjulegum tíma.
Síðasti kennsludagur skólaársins verður síðan haldinn með hefðbundnum hætti föstudaginn 31. maí. Farið verður í leiki og grillað í hádeginu. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann en heimferð er áætluð kl.13.00.