- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Síðasti kennsludagur ÞMS var haldinn á Hjalteyri 1. júní. Ýmislegt var í boði fyrir nemendur. Til dæmis var hægt að fara í fuglaskoðun, bátasmíði, heimsókn til Gústavs Bollasonar listamanns og Erlendar Bogasonar kafara. Einnig gátu nemendur skoðað harðfiskverksmiðjuna eða leikið sér í fjörunni. Fyrir grillveisluna var farið í boðhlaup þar sem foreldrar og kennarar kepptu á móti nemendum. Dagurinn var mjög vel heppnaður þrátt fyrir sunnan belginginn.
Hér eru myndir frá þessum degi og hér enn fleiri.