- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Nemendur 5. og 6. bekkjar fóru í dag í siglingu um Eyjafjörð á bátnum Húna II EA-740. Það eru Hollvinir Húna í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samherja og Skóladeild Akureyrarbæjar sem standa að þessu verkefni. Í ferðinni fengu nemendur að kynnast sjávarútveg Íslendinga og fræðast um lífríkið í sjónum, ásamt fræðslu um bátinn Húna ll. Nemendur í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri fræddu nemendur um lífríki sjávar, og sýndu þeim sjávarlífverur. Eftir fræðsluna fengu nemendur að dorga. Aflinn var góður nokkrir myndarlegir þorskar og ýsur voru veiddar. Fiskarnir voru síðan flakaðir, grillaðir og nemendur borðuðu síðan aflann með bestu list. Eins og sést á myndunum sem fylgja þessari frétt voru nemendur mjög ánæðir með ferðina. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka kærlega fyrir skemmtilegan og fróðlegan dag.