- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Lið Þelamerkurskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn riðil í Skólahreysti sl. þriðjudagskvöld. Liðið skipa þau Björn Sigurður, Ester Katrín, Jósef Orri og Sandra Björk. Til vara voru þau Anna Lovísa og Alex Jón tilbúin að stökkva til. Keppt var í fjórum greinum og sigraði okkar fólk þrjár greinar af þeim fjórum. Þessi frábæri árangur skilaði liðinu 1. sætinu og um leið sæti í úrslitakeppni Skólahreystis á Íslandi, en hún verður haldin í Laugardalshöll þann 25. maí nk.
Grænklætt stuðningsfólk úr skólanum stóð sig frábærlega í stúkunni og hvatti sitt fólk áfram af krafti og gleði. Það var stoltur hópur nemenda og starfsfólk sem fagnaði að keppni lokinni og yngstu nemendur skólans eru strax byrjaðir að æfa sig og undirbúa eigin þátttöku eftir nokkur ár!
Við óskum krökkunum innilega til hamingju með glæstan árangur og hlökkum til úrslitanna.