- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Líkt og undanfarin ár fékk yngsta stig rausnarlegt boð frá Skautafélagi Akureyrar um að koma og fá skautakennslu. Nemendur í 3. og 4. bekk skelltu sér því í vettvangsferð í vikunni. Skautakennarar frá Skautafélaginu tóku á móti hópnum og buðu upp á kennslu í listhlaupi og hokkí. Eftir kennsluna var skellt í skautadiskó þar sem krakkarnir léku sér saman á svellinu. Ferðin vakti mikla lukku og þökkum við kærlega fyrir frábært boð og góðar móttökur. Hér eru myndir úr ferðinni.