- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Á skíðadeginum í fyrra vaknaði sú hugmynd að bjóða nemendum 1.-4. bekkjar skíðakennslu til viðbótar við kennsluna sem þeir fá á skíðadeginum sjálfum. Markmið þeirrar kennslu yrði að auka færni þeirra svo þeir geti notið þess betur að renna sér í Hlíðarfjalli á skíðadeginum.
Áformað er að bjóða uppá skíðakennsluna fimmtudaginn 21. mars, föstudaginn 22. mars og föstudaginn 5. apríl. Þessa daga borða nemendur 1.-4. bekkjar hádegismat kl. 11 og stefnt er að því að nemendur fari frá skólanum í síðasta lagi 11:30 og verði komnir aftur þangað kl. 14:10 svo þeir nái rútunum heim. Skíðakennslan nær því að fara fram kl. 12:00-13:30.
Lögum samkvæmt mun skólinn standa straum að kostnaði við þetta verkefni.