Skíðakennsla hjá 1. - 4. bekk

Hluti af námi 1. - 4. bekkjar er skíðakennsla. Markmið skíðakennslunar er að auka færni þeirra svo þeir geti notið þess betur að renna sér í Hlíðarfjalli á skíðadeginum sem áætlaður er miðvikudaginn 26. mars.

Ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir er áætlað að bjóða uppá skíðakennsluna föstudaginn 14. mars, fimmtudaginn 20. mars og föstudaginn 21. mars. Þessa daga borða nemendur 1.- 4. bekkjar hádegismat kl. 11.00 og lagt verður af stað upp í fjall kl.11:30 og skíðað til kl. 13.30. Heimferð nemenda frá skóla er á venjulegum tíma. Kostnaður við skíðakennsluna er greiddur af skólanum.