- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Skíðakennslan gekk vel í gær, fimmtudaginn 21. mars. Nemendur 1.-4. bekkjar fóru í Hlíðarfjall á skólatíma í gær og fengu leiðsögn á skíðum. Það voru 2 skíðakennarar úr Hlíðarfjalli, Snæþór frá Dalvík og Stefanía á Rauðalæk sem leiðbeindu börnunum. Kennslan gekk afskaplega vel, flestir verða komnir í toglyftuna eftir daginn í dag.
Þetta verkefni gekk ekki síst vel vegna þess að margir foreldrar buðust til að aðstoða okkur í þessu verkefni. Það flýtti fyrir hópnum þegar hann var að búa sig á skíðin og að ganga frá eftir ferðina. Allt bendir til þess að í dag muni ævintýrið endurtaka sig.