- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
eins og undanfarin ár býðst nemendum 1. 4. bekkjar að fara í skíðakennslu í Hlíðarfjall. Í ár er áformað að skíðakennslan verði fjórum sinnum og fimmti dagurinn (9. mars) verði svo skíðadagurinn þar sem allur skólinn verður á skíðum.
Dagsetningar skíðaskólans eru:
Í skíðakennslunni leigir skólinn skíðabúnað fyrir þá nemendur sem ekki eiga hann og einnig greiðir hann fyrir skíðakennara Skíðaskóla Hlíðarfjalls. Skíðakennurunum til liðsinnis verður Bjarki Jarl nemandi í 9. bekk en hann æfir bretti og einnig vel liðtækur á skíðunum.
Nemendum verður skipt í 3-4 hópa eftir getustigi þeirra á skíðum og einnig mun einn brettakennari leiðbeina nemendum okkar sem eiga bretti.
Skipulag skíðaskóla-daganna verður eins og hér segir:
Sem fyrr mun þetta ekki geta gengið upp nema með aðstoð foreldra. Hún felst í því að taka á móti börnunum þegar þau koma upp í Hlíðarfjall og aðstoða þau við að klæða sig í búnaðinn fyrir kennslu og úr honum að kenslunni lokinni. Þessi aðstoð auðveldar okkur að koma öllum tímanlega í kennsluna og þannig nýtist tíminn í fjallinu nemendum vel.
Til að auðvelda skipulagningu skíðaskólans eru foreldrar beðnir um að svara könnun með því að smella hérna.