- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Eins og fyrri ár býðst nemendum 1.-4. bekkjar að fara í skíðaskóla í Hlíðarfjalli áður en skíðadagur skólans verður. Í ár er gert ráð fyrir því að nemendur fái kennslu fjórum sinnum, 15., 16., 20. og 21. mars. Skólinn greiðir fyrir leigu á skíðabúnaði fyrir þá sem ekki eiga hann, fyrir skíðakennslu og lyftugjöld. Í ár fékk verkefnið styrk úr Lýðheilsusjóði.
Í morgun fór tölvupóstur til foreldra vegna skíðaskólans. Í tölvupóstinum er könnun þar sem við biðjum um upplýsingar vegna skíðaskólans. Þessar upplýsingar þurfum við að senda starfsmönnum Hlíðarfjalls í næstu viku. Þess vegna biðjum við foreldra um að svara könnuninn ekki seinna en í lok þriðjudagsins 7. mars. Hægt er að nálgast könnunina á þessari slóð.
Skipulag skíðaskóladaganna taka mið af því að nemendur geti verið í skíðaskólanum kl. 12:15-13:45 og náð því að fara með rútunum heim kl. 14:30. Þess vegna biðjum við foreldra um aðstoð í fjallinu við að koma börnunum í búnaðinn og úr honum aftur.
Þessa daga borða nemendur hádegismat kl. 11:00 og rútan leggur af stað frá skólanum kl. 11:30. Þá hefst skíðakennslan í síðasta lagi kl. 12:15 og stendur til kl. 13:45. Þá fá nemendur hressingu og rútan heldur svo af stað aftur í skólann kl. 14:00.