Skíðaskóli 1.-4. bekkjar í dag

Allt bendir til þess að veður og færi sé okkur hagstætt í dag og rafmagnið er komið á í Hlíðarfjalli svo við höldum þangað eins og áformað var. Dagskráin verður sú sama og á föstudaginn:

Nemendur borða kl. 11:00. 

Rútan leggur af stað frá skólanum kl. 11:30

Skíðakennslan hefst í síðasta lagi kl. 12:15 og stendur til kl. 13:45. Þá fá nemendur hressingu og rútan heldur svo af stað aftur í skólann kl. 14:00. 

Við minnum á að á morgun er útivistardagur vorannar, þá halda allir í skólanum í Hlíðarfjall. Nánar um útivistardaginn í frétt á heimasíðu