Nýir Vinaliðar

Vinaliðar kenndu Vinaliðadansinn
Vinaliðar kenndu Vinaliðadansinn

Nýir vinaliðar hófu störf í morgun og voru með sína fyrstu leiki í löngu frímínútunum í dag.

Úr hópi 5. og 6. bekkinga eru: Magnþór Oddur, Snjólaug, Alma, Máni Freyr/Elís Freyr (en þeir munu skipta önninni á milli sín) og Sunneva og úr hópi 7. bekkinga eru það Anna Lind, Kristín Ellý og Þorsteinn Viðar. Leikjanámskeið fyrir nýja Vinaliða verður á skólatíma fimmtudaginn 23. janúar og koma Vinaliðar úr Giljaskóla, Glerárskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar hingað á Þelamörkina og læra leiki undir stjórn umsjónarmanna verkefnisins. 

Vinaliðar úr fyrsta hópi stóðu sig afar vel og eru þeim þökkuð frábær störf.