- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þelamerkurskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst nk. kl. 16:00. Ein og venja er verður skólinn settur í Mörkinni, útiskólasvæði skólans sem staðsett er í lundinum norðan við Laugaland. Eftir setninguna verður haldið heim að skóla og þar hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá hjá þeim stundaskrá og aðrar upplýsingar. Innkaupalistar nemenda eru þegar komnir á heimasíðuna. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í skólanum til kl. 17:00. Skólaakstur verður í samræmi við framansagt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir velunnarar skólans eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir í skólann á skólasetningardaginn.
Föstudagurinn 23. ágúst er viðtalsdagur í skólanum. Þá mæta foreldrar og nemendur í viðtal til umsjónarkennara þar sem farið verður yfir starf vetrarins og nemendur setja sér áform. Tímasetningar á viðtölum verða sendar heim til nemenda.
Mánudaginn 26. ágúst er göngudagur í skólanum. Boðið verður uppá fimm gönguleiðir í nágrenni skólans. Nemendur mæta í skólann kl. 8.30 og fara heim kl. 14.20. Frá og með þriðjudeginum 27. ágúst verður kennt samkvæmt stundaskrá.
Námshópar og umsjónarkennarar verða sem hér segir:
1. og 2. bekkur – Anna Rós Finnsdóttir
3. og 4. bekkur – Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir
5. og 6. bekkur – Hulda Arnsteinsdóttir
7. og 8. bekkur – Anna Rósa Friðriksdóttir
9. og 10. bekkur – Ágústa Berglind Hauksdóttir
Umsjón með skólaakstri verður sem hér segir:
Lónsbakki - Hraukbær - Pétursborg - skóli: Hópferðabílar Akureyrar ehf. Tengiliður Ómar Már Þóroddsson, sími 898 5156 og Ingi í síma 895 7922. Netfang: hba@hba.is.
Auðnir - Skógar - skóli: Sigurður B. Gíslason. s -462-6829 / 847-8458
Skjaldarvík - Gásir - Tréstaðir - skóli: Klængur Stefánsson Hlöðum. Sími 462-7568 og 892-1430.
Staðartunga - Langahlíð - Skriða - Björg - skóli: Hópferðabílar Akureyrar ehf. Tengiliður Ómar Már Þóroddsson, sími 898 5156 og Ingi í síma 895 7922. Netfang: hba@hba.is.
Ytri-Bakki - Hjalteyri - Fagriskógur - Ós - Þrastarhóll - skóli: Jón Þór Benediktsson Ytri-Bakka. Sími hans er 461-3569 og 896-3569