Skólaferðalag 9. og 10. bekkjar Þelamerkurskóla

Skólaferðalag 2013
Skólaferðalag 2013

Mánudaginn 13. maí lögðum við, 19 krakkar og tveir kennarar, af stað í skólaferðalagið ógurlega. Ferðinni var heitið á Bakkaflöt í Skagafirði þar sem snillingurinn Mark og félagar hans tóku vel á móti okkur. Á Bakkaflöt byrjuðum við daginn á að fara í Wipeout brautina og var það ansi skrautlegt. Eftir hádegismat fórum við svo í rafting.  Þar sigldum við niður langa á og stukkum fram af stórum kletti ofan í hana. Við skemmtum okkur konunglega en okkur var öllum mjög kalt. Eftir rafting skelltum við okkur í pottinn og fengum síðan dýrindis lambakjöt. Um kvöldið kláruðum við afgangs nammið úr Dúddabúðinni og fórum svo að sofa.

            Á þriðjudagsmorgninum vorum við ræst eldsnemma og okkur hent upp í rútu. Þá lá leiðin suður í Borgarnes þar sem við fórum á sýningar í Landnámssetrinu. Frá Borgarnesi keyrðum við á Nesjavelli, þar sem Adrenalín garðinn er að finna. Það fannst okkur rosalega skemmtilegt og mikil áskorun fyrir lofthrædda í hópnum. Í garðinum klifruðum við upp 10 metra háan staur og máttum svo hoppa niður, við vorum auðvitað allan tímann í öryggislínum. Einnig fórum við í risarólu, sem er stærsta róla á íslandi og að lokum skelltum við okkur í háloftabrautina þar sem maður fór allskonar leiðir í 5 eða 10 metra hæð. Frá Nesjavöllum keyrðum við til Reykjavíkur og skráðum okkur inn á farfuglaheimilið í Laugardalnum. Við komum okkur fyrir og þeir sem vildu skelltu sér í sund í næsta húsi. Eftir sund var okkur smalað inn á herbergi og við látin fara að sofa.

            Á miðvikudeginum sungum við afmælissönginn fyrir Oddrúnu og átum Lucky charms og súkkulaði á brauð sem okkar heittelskuðu kennarar Berglind og Gauti höfðu keypt handa okkur í morgunmat. Paintball var næst á dagskrá og keyrðum við í Grafarvoginn þar sem tekið var á móti okkur. Við tókum nokkra leiki og skemmtum okkur ótrúlega vel. Í rútunni á leiðinni í Blá Lónið skiptumst við svo á að sýna hvoru öðru risa marbletti sem höfðu myndast víðs vegar um líkamann. En enginn meiðsl jöfnuðust á við sárið á grey Óla.

   Við spókuðum okkur meðal túristanna í Bláa Lóninu og Brynjar hitti kærustuna frá Bosníu. Eftir Bláa Lónið skelltum við okkur í Smáralind að kíkka smá í búðir. Við fengum okkur svo kvöldmat á Fridays og fórum í bíó. Við fórum á myndina The place beyond the pines og hefðum við betur sleppt því! Eftir myndina var okkur hent beint í kojur.

            Fimmtudagurinn var skrautlegur dagur. Við fórum í Klifurhúsið sem okkur tveim fannst ekkert spes. Á meðan beðið var eftir Gunna driver kíktum við smá í Holtagarða. Þar fórum við í Dýraríkið og þegar við komum þaðan út hafði bæst í hópinn. Matthías og Jóel festu kaup á hinum stórglæsilega gullfisk Önnu Rósu. Gunni mætti loksins og við fengum okkur börger á Grillhúsinu. Eftir Grillhúsið vorum við aðeins á undan áætlun og ákváðum að kíkja aðeins á vin okkar Ólaf Ragnar Grímsson. Við bönkuðum uppá og fengum með glöðu geði að skoða í kringum kirkjuna en ekkert meira. Þá fórum við loksins í Go-Kart. Það var ótrúlega skemmtilegt og var það auðvitað hann Gunni meistari sem vann. Þegar við komum aftur á farfuglaheimilið bættum við öll hraðamet í að klæða okkur í fínu fötin því við höfðum korter áður en við áttum að vera mætt á Mary Poppins og gátum rétt gripið okkur pylsur í pylsuvagninum. Við brunuðum í Borgarleikhúsið og vorum þar næstu þrjá tímana. Mary Poppins var stórglæsileg sýning og mjög vel uppsett. Eftir leikhúsið löbbuðum við heim á leið en töfðumst aðeins þar sem við fundum þrjár innkaupakerrur og Berglind og Gauti vildu endilega fara í kerru-race. Þegar við komum heim blasti við okkur hræðileg sjón. Strákarnir höfðu sett Önnu Rósu í vaskann á meðan við vorum í leikhúsinu en þegar við komum heim brá okkur heldur betur í brún þegar við sáum að hún var horfin. Leitað var af fisknum lengi en fannst hún ekki fyrr en daginn eftir öll skorpin og þur undir fötunum hans Jóels.

            Föstudagurinn byrjaði á dýrindis morgunmat þar sem borið var á borð egg, beikon, lummur og ávextir. Strax eftir það drifum við okkur upp á herbergin að pakka saman dótinu okkar og við öll komin út í rútu á slaginu 10:00. Þá ákváðum við að skella okkur í Nauthólsvík að spóka okkur í sólinni og var það allveg rosalega gaman. Úr Nauthólsvík var keyrt beint í Kringluna þar sem langþráð verslunarferð var hafin. Þar var verslað heilann helling og borðað góðan mat. Eftir Kringluna var komið að stundinni sem enginn vildi að myndi renna upp. Ferðin heim. Við keyrðum  heim klukkan 3 og vorum komin um kvöldmatarleytið.

            Þessi ferð var ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð og höldum við að allir hafi átt mjög góðar stundir.

                                                                  

Sigrún Sunna Helgadóttir   Þóra Björk  Stefánsdóttir

9. bekkur 2012-2013