Skólaheimsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri.

Í vikunni fengu nemendur í 9. og 10.bekk að heimsækja bæði Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri. Þetta var frábært tækifæri til að skoða og kynnast námsframboði  framhaldsskólana sem stendur nemendum til boða. Heimsóknin var einstaklega vel heppnuð þar sem margt  fjölbreytt og áhugavert var að sjá.

Nemendur fengu innsýn í fjölbreytt námsframboð og aðstöðu sem skólarnir bjóða upp á, svo sem iðn-, og tækninám, listnám og bóklegt nám. Sérstaka athygli vakti hversu vel skólarnir hafa skapað námsumhverfi sem höfðar sterkt til nemenda og eflir skapandi hugsun og tækniþekkingu.

Við fengum að sjá hvernig hversdagsleg kennsla og fjölbreytt skólastarf, allt frá verklegu námi til bóknáms, fellur í takt við tækni og tækifæri framtíðarinnar. Nemendur voru hvattir til þátttöku og máttu spreyta sig á ýmsum verkefnum þar sem listræn og vísindaleg hugsun var í hávegum höfð.

Það var ánægjulegt að sjá nemendur ánægða og áhugasama í heimsókninni. Mörg hver nefndu hversu hvetjandi það væri að sjá námsverkefni nemenda í skólunum og fyrirkomulag skólastarfs á framhaldsskólastigi. 

Með því að gefa nemendum tækifæri til að kynnast þessum tveimur ólíku, en frábæru skólum nánar, vonumst við til að skapa frjósama jörð fyrir ungan hug til vaxtar og þroska. 

Við hlökkum til að sjá hvernig þessi reynsla muni hafa áhrif á val nemenda til náms í framtíðinni. Skólinn vonast til að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í vegferð þeirra að frekara námi. Hérna eru myndir frá heimsókninni.