- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þelamerkurskóla var slitið í Hlíðarbæ miðvikudaginn 31. maí. Að þessu sinni voru níu nemendur útskrifaðir frá skólanum. Eins og undanfarin ár voru veittar nokkrar viðurkenningar. Danska sendiráðið gaf danska orðabók fyrir hæstu einkunn í dönsku út úr 10. bekk. Þau verðlaun komu í hlut Þorsteins Viðars Hannessonar.
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Jónasarsetur veitti útskriftarnemendum skólans tvær viðurkenningar í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur verðlaunin er fyrir að hafa sýnt frunleika, sköpun, þrautseigju og frumkvæði við úrlausn verkefna í náttúruvísindum. Þá viðurkenningu hlaut Eyrún Lilja Aradóttir.
Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku og þá sérstaklega fyrir að vera hugmyndaríkur og áræðinn við úrlausn verkefna hlaut Benedikt Sölvi Ingólfsson.
Í gegnum tíðina höfum einnig veitt hvatningar- og framfaraverðlaun skólans. Þau eru veitt nemendum sem hafa stundað nám sitt af jákvæðni, aga, seiglu og vinnusemi jafnt á hefðbundnum skóladögum sem á uppbrotsdögum ásamt því að sýna samnemendum sínum og starfsfólki virðingu, hjálpsemi og þolinmæði. Að þessu sinni var það Eyrún Lilja Aradóttir sem hlaut þessi verðlaun.
Að lokum var íþróttamaður Þelamerkurskóla valinn. Í ár var íþróttamaður Þelamerkurskóla valinn fyrir að vera duglegur, áhugasamur og fylgja ávallt fyrirmælum. Íþróttamaður Þelamerkurskóla er hæfileikaríkur íþróttamaður sem í vetur hefur staðið sig virkilega vel í bæði í sundi og íþróttum. Þessi íþróttamaður er Jósef Orri Axelsson.
Tveir starfsmenn hættu störfum hjá skólanum. Önnur var Margrét Magnúsdóttir sérkennari sem var í afleysingum í vetur og hinn starfsmaðurinn er Sesselja Ingólfsdóttir frá Fornhaga sem lætur af störfum við skólann eftir rúmlega 20 ára starf í mötuneytinu. Þökkum við þeim báðum vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar.
Viljum við nota þetta tækifæri og þakka nemendum okkar fyrir veturinn og vonum að þið eigið gott sumar í vændum. Hér má sjá myndir sem teknar voru á skólaslitunum.