- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þelamerkurskóla var slitið föstudaginn 1. júní í Hlíðarbæ. Að þessu sinni voru tíu nemendur útskrifaðir frá skólanum.
Veitt voru verðlaun fyrir hæsta meðlaeinkunn út úr 10. bekk. Þau verðlaun hlaut Alma Ísfeld Ingvarsdóttir. Einnig gaf danska sendiráðið danska orðabók fyrir hæstu einkunn í dönsku út úr 10. bekk. Þau verðlaun komu einnig í hlut Ölmu Ísfeld.
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Jónasarsetur veita útskriftarnemendum skólans tvær viðurkenningar í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur er viðurkenning í náttúrufræði og hin í íslensku. Í ár fékk sami nemandi báðar viðurkenningarnar frá Menningarfélaginu og var það Anna Ágústa Bernharðsdóttir.
Í ár fagnar Kvenfélag Hörgársveitar 100 ára afmæli sínu. Í gegnum tíðina hefur kvenfélagið stutt vel við tækjakaup fyrir kennslu verkgreina og í útiskólann. Í nafni Kvenfélagsins eru veittar viðurkenningar í textílmennt og hönnun og smíðum. Verðlaunin fyrir hönnun og smíðar á þessi skólaári hlaut Efemía Birna Björnsdóttir 2. bekk og verðlaunin fyrir textílmennt hlaut Valgerður Telma Einarsdóttir 4. bekk.
Í gegnum tíðina höfum einnig veitt hvatningar- og það sem við höfum líka kallað sólskinsverðlaun skólans. Þau eru veitt nemendum sem hafa sýnt að þeir geta verið góðir samstarfsmenn og lagt sitt af mörkum til að aðstoða við skólastarfið. Í vetur hafa umsjónarkennarar útiskólans haft aðstoðarmann sem þær segja að hafi verið traustur ábyrgðarmikill og umhyggjusamur við nemendur. Fyrir það fékk Egill Már Þórsson hvatningar- og sólskinsverðlaun skólans.
Þrír kennarar skólans voru kvaddir á skólaslitunum og þeim þökkuð góð störf. Það voru Þráinn Sigvaldason og Sigrún Ágústa Erlingsdóttir. Einnig lét af störfum vegna aldurs Inga Sigrún Matthíasdóttir íþrótta- og dönskukennari. Viljum við nota þetta tækifæri og þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf við skólann á liðnum árum.
Hér má sjá myndir sem teknar voru á skólaslitunum.