Smá skilaboð frá íþróttanefnd Smárans

Íþróttatímarnir byrja föstudaginn 11. október og verða strax eftir skóla í íþróttahúsinu á Þelamörk og standa til kl.16.00.

Badmintonæfingar verða á þriðjudögum. Þjálfari; Ingólfur Ómar Valdimarsson.

Frjálsar íþróttir verða á föstudögum. Þjálfari; Stefán Þór Jósefsson.

Fótboltaæfingar munu hefjast síðar í mánuðinum og verða á fimmtudögum. Nánari upplýsingar um æfingarnar munu birtast á vefsíðu Smárans (smarinn.umse.is). Heimasíðan var nýlega tekin í gagnið en þar munu koma ýmsar upplýsingar um starfsemi ungmennafélagsins og fréttir því tengdu. Þjálfari er Eðvard Þór Eðvardsson.

Ennfremur viljum við benda á að UMSE er með samning við UFA þar sem þeir iðkendur okkar sem vilja æfa oftar í viku geta æft hjá UFA. Þessar æfingar eru eingöngu ætlaðar fyrir 11 ára og eldri. Hafa þarf samband við UFA og leiðbeina þeir ykkur með áframhaldið, t.d. varðandi æfingagjöld, tíma og fleira.

Bestu kveðjur, íþróttanefndin