Smiðjudagurinn gekk vel

Undirbúningsnefnd markaðarins við afhendinguna
Undirbúningsnefnd markaðarins við afhendinguna

Nemendur fóru á milli smiðja allan daginn og leystu m.a. þrautir, spiliðu, föndruðu, perluðu, sprikluðu í íþróttahúsinu og busluðu í sundlauginni. Á Facebook síðu skólans eru myndir sem kennarar útismiðjunnar settu inn af nemendum sem tálguðu inni í kotrunni og bjuggu til ís undir berum himni. 

Um miðjan skóladag afhenti undirbúningsnefnd jólamarkaðarins UNICEF á Íslandi afrakstur markaðarins. Starfsmenn UNICEF á Íslandi mættu í skólann í gegnum Skype og sýndu okkur hvað er í skóli í kassa og sögðu frá því hvernig hann nýtist á neyðarsvæðum. Á markaðnum safnaðist fyrir sex slíkum kössum. Í þeim eru skólagögn fyrir 240 nemendur. 

 

Jólasmiðjur - tálgun í Kotrunni.

Posted by Þelamerkurskóli on 17. desember 2015