Smiðjur - vísindasmiðja

Í gær hófust smiðjur hjá 1. - 6. bekk. Einn hópur framkvæmdi tilraunir í vísindasmiðju. Alls konar umræður og skemmtilegar pælingar áttu sér stað hjá þessum frábæru krökkum.

Það sem nemendur rannsökuðu var meðal annars:

  • Hvernig er hægt að lyfta ísmola með bandspotta? (án þess að hnýta utan um ísmolann)
  • Getum við látið vatn fara upp í móti?
  • Hvernig er hægt að láta svartan pipar bæði fljóta og sökkva?
  • Hvernig er hægt að aðskilja eggjarauðu frá eggjahvítu með ½ líters flösku?
Hér eru myndir sem teknar voru í vísindasmiðjunni.