Smiðjurnar eftir áramót

Smiðja
Smiðja

Nú eru smiðjurnar komnar á fullt skrið. Smiðjuhóparnir eru tveir að þessu sinni, Indíánar og Kúrekar.

Lögð verður áhersla á verkefni sem nemendur óskuðu sjálfir eftir að tekin yrðu fyrir í smiðjum á vorönn.

Hóparnir fengu afnot af íþróttahúsinu, þar verður farið í ýmsa leiki og sprellað. Einnig er ætlunin að nýta útikennslusvæði skólans í Mörkinni, nýju Ipadana og matreiðslustofuna.

Þetta mun verða rúllandi kerfi eins og áður en með örlitlum breytingum. Að loknum fyrstu sex vikunum verðum hópunum stokkað upp og þá verða þeir aldurskiptir. Viðfangsefni þess tímabils verður auglýst síðar.

Hver smiðja tekur sex vikur og munu nemendur byrja sem Indíánar/Kúrekar þar sem Indíánar eru með Önnu Rós og Siggu G. Kúrekar byrja niður í íþróttahúsi og þar eru Sigga Hulda og Hulda.  Að loknum 12 vikum skiptast hóparnir aftur í upprunalegu hópana og Indíánarnir fara síðustu sex vikurnar niður í íþróttahús og Kúrekarnir til Önnu Rós og Siggu G.

Hér eru nokkrar myndir frá fyrstu smiðjunum. Viðfangsefnin voru að gefa fuglunum og gera kræsilegt hlaðborð handa þeim auk þess sem nemendur máluðu í snjóinn með matarlit og kveikt var upp í eldstæðinu.