- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þann 5. október sl. hlupu nemendur og starfsmenn Þelamerkurskóla Norræna skólahlaupið og söfnuðu jafnframt áheitum fyrir Unicef. Nú hafa umslögin skilað sér flest í hús aftur og upp úr þeim komu 122.717,- kr.
Upphæðin var lögð inná reikning Unicef á Íslandi og mun þar nýtast í þágu barna í heiminum.
Fyrir þá sem eru byrjaðir að velta fyrir sér jólagjöfunum þá býður Unicef sannar gjafir sem geta breytt lífi nauðstaddra barna í heiminum. Gjöfunum sem þú kaupir í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest árið um kring.
Þegar þú kaupir sanna gjöf handa vini eða fjölskyldumeðlim fær viðtakandinn persónulegt gjafabréf með ljósmynd eða
lýsingu á gjöfinni þinni. Varan verður þvínæst send frá vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn til einhvers af þeim 155
löndum sem Barnahjálpin starfar í, allt eftir því hvar þörfin er mest.
Við bjóðum upp á gott val af gjöfum, þar á meðal bóluefni, vatnsdælur, moskítónet og margt fleira. Kynntu þér
endilega úrvalið hér fyrir neðan.
Skoðaðu úrvalið með því að smella hér.