- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Það var ansi kátt í skólanum í dag og mikil spenna í loftinu þegar alls kyns verur, dýr og persónur mættu í skólann í morgun. Dagskráin á Torginu hófst klukkan 10 með söngkeppni öskudagsliða og tóku hvorki meira né minna en 10 atriði þátt. Veitt voru verðlaun fyrir söngstjörnuna, búningastjörnurnar, frumlegustu stjörnurnar og skærustu stjörnurnar. Míó sló köttinn úr tunninni og var krýndur tunnumeistari Þelamerkurskóla 2024. Að lokum marseruðu nemendur með skólavinum sínum og dönsuðu áður en þau héldu heim á leið í gott vetrarleyfi. Við minnum á að það er starfsdagur og viðtalsdagur 19. og 20. febrúar en kennsla hefst að loknu vetrarleyfi miðvikudaginn 21. febrúar.
Gleðilegt vetrarleyfi. Hér eru myndir frá deginum.