Laust starf við Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 100% starf. Starfið felur í sér að hafa umsjón með og styðja við nemendur í matsal, frímínútum, á göngum, skólalóð og frítímum auk þess að halda skólahúsnæðinu hreinu. Jafnframt getur til fallið önnur gæsla og tilfallandi stuðningur eftir þörfum

Í Þelamerkurskóla eru tæplega 100 nemendur. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika og þátttöku alls starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í umgengni og samskiptum.

  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk skólans.

  • Sinna gæslu hvar og hvenær sem þörf er á.

  • Sjá um dagleg þrif og innkaup á ræstivörum.

  • Aðstoða í eldhúsi ef þörf er á.

  • Taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans í anda stefnunnar um jákvæðan aga. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.

  • Mikil áhersla er á lipurð og færni í samskiptum við börn og fullorðna.

  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

  • Sveigjanleiki og jákvæðni.

  • Íslenskukunnátta nauðsynleg.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 16. ágúst 2024. Ferilskrá og umsókn skal senda á netfang skólastjóra annarosa@thelamork.is

Laun eru greidd skv. kjarasamningum Einingar/Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is  

Frekari upplýsingar veitir Anna Rósa Friðriksdóttir, skólastjóri, annarosa@thelamork.is og í síma 460-1770.