Stóðu sig með prýði

Baldur Logi og Agnar Páll að lokinni hátíðinni
Baldur Logi og Agnar Páll að lokinni hátíðinni

Báðir fulltrúar skólans stóðu sig sig vel á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór í Valsárskóla í gær. Þar lásu upp fulltrúar frá fjórum skólum, Valsárskóla, Hrafnagilsskóla, Grenivíkurskóla og Þelamerkurskóla. Hver skóli gat sent tvo fulltrúa á lokahátíðina. 

Fulltrúar Grenivíkurskóla hlutu 1. og 2. sætið og Baldur Logi Jónsson þriðja sætið. Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla óska honum til hamingju með árangurinn og þakka bæði honum og Agnari Páli fyrir framlag þeirra fyrir hönd skólans. 

Hér má sjá myndir sem teknar voru í Valsárskóla.