- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk en á lokahátíðinni lásu tveir fulltrúar frá hverjum af sex skólum við Eyjafjörð bæði texta og ljóð fyrir fullum sal af áhorfendum. Nemendur hafa síðustu vikur og mánuði æft upplestur á ólíkum textum í bundnu og óbundnu máli og hafa einnig fengið leiðsögn um líkamstjáningu, stöðu, augnsamband við áhorfendur og raddbeitingu. Það var mjög ánægjulegt að hlusta á þessa flottu krakka sem greinilega höfðu lagt mikið á sig í æfingaferlinu. Okkar fólk, Hector Leví og Efemía Birna stóðu sig virkilega vel og það fór ekki á milli máli að þau hafa bæði öðlast dýrmæta reynslu og færni með þátttöku sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju með góða frammistöðu.