- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Stóra upplestrarhátíðin fór fram í Þelamerkurskóla í dag og erum við afar stolt af okkar nemendum sem stóðu sig með stakri prýði. Undanfarnar vikur hafa nemendur 7. bekkjar æft upplestur og framkomu undir handleiðslu Höllu og Grétu en greinilegt var að nemendur voru vel æfðir en þau fluttu texta sína af miklum myndarbrag. Dómnefnd valdi Hjördísi Emmu Arnarsdóttur og Ingveldi Myrru Ólafsdóttur sem fulltrúa Þelamerkurskóla í stóru upplestrarkeppninni sem fram fer 7. maí nk. Breki Andrason var valinn sem varamaður þeirra. Dómnefndina skipuðu þau Arnar Arngrímsson, Helga Hauksdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir. Á meðan dómnefnd gerði upp hug sinn tróðu nemendur skólans upp með tónlistaratriði. Sunneva Oddsdóttir spilaði listavel á píanó og skólahljómsveitin sem er á leiðinni á NorðurOrg í kvöld tók lagið Afgan við mikinn fögnuð. Hljómsveitina skipa þau Arnsteinn Ýmir, Rafael Hrafn, Sigurður Sölvi, Tinna Margrét og Lára Rún. Við óskum þeim góðs gengis á NorðurOrgi í kvöld og óskum Hjördísi, Ingveldi og Breka innilega til hamingju með árangurinn í dag. Hérna má sjá myndir frá hátíðinni.