Stóra upplestrarkeppnin 2015

Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni
Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni

Í gær, mánudaginn 9. mars, var upplestrarhátíð skólans. Þá lásu nemendur 7. bekkjar fyrir áheyrendur og dómnefnd sem valdi fulltrúa skólans í Stóru upplestrarkeppnina í Grenivíkurskóla fimmtudaginn 12. mars kl. 13:30. Þangað mæta einnig fulltrúar Grenivíkurskóla, Valsárskóla og Hrafnagilsskóla. Fulltrúar Þelamerkurskóla verða Anna Ágústa Bernharðsdóttir og Bjarni Ísak Tryggvason. 

Nemendur 5.-8. bekkjar fara á keppnina og leggur rútan af stað frá skólanum kl. 12:30. Reiknað er með foreldraakstri frá skólanum eftir keppnina. Rútan verður komin aftur að skólanum um kl. 16:30. Klængur sér um aksturinn og Berglind er umsjónarmaður ferðarinnar.