- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í morgun barst skólanum bréf frá Norðurorku þar sem kemur fram að Smáranum og skólanum hafi verið úthlutað styrk úr samfélagssjóði Norðurorku til að bjóða uppá valfagið Púl er kúl.
Púl er kúl er valfag þar sem nemendur fá tækifæri til að prófa margs konar íþróttaæfingar og einnig að heimsækja líkamsræktarstöðvar á Akureyri. Markmið þess er að nemendur kynnist fjölbreyttara framboði íþróttaæfinga en Smárinn og skólinn hafa tækifæri til að bjóða uppá. Það getur m.a. orðið til þess að þegar nemendur stunda nám í framhaldsskólum á Akureyri velji þeir að nýta frítíma sinn til íþróttaæfinga.
Styrkurinn frá samfélagssjóði Norðurorku verður nýttur til að greiða annan kostnað en laun íþróttakennara, eins og akstur og æfingagjöld.