Súpa og samtal

Lesum saman
Lesum saman

 Miðvikudaginn 23. september er opinn dagur í Þelamerkurskóla. Þá geta foreldrar og aðrir velunnarar skólans komið þangað og kynnt sér starf yfirstandandi vetrar. Hægt er að heimsækja skólann hvenær sem er á deginum en umsjónarkennarar reikna með foreldrum inn í námshópa sína á eftirfarandi tímum:

1. og 2. bekkur ásamt Jónínu Garðarsd. Námshópurinn er hjá umsjónarkennara  sínum frá kl. 9.30 – 12.30.

3. og 4.bekkur ásamt Dóru. Námshópurinn er hjá umsjónarkennara sínum frá kl. 9.30 – 10.50 og eftir hádegi frá kl 13.00 – 13.40.

5. og 6. bekkur ásamt Huldu og Önnu Rós. Námshópurinn er hjá umsjónar-kennurum frá kl. 9.30 – 11.50.

 7. og 8. bekkur ásamt Arnari Gauta. Námshópurinn er hjá umsjónarkennara sínum frá kl. 8.30 – 10.50 og frá 11.50 – 12.30. Eftir hádegi er hópurinn í útieldhúsi hjá Sigríði Guðmundsd.

 9. bekkur ásamt Ágústu Berglindi. Bekkurinn er hjá umsjónarkennara sínum frá 8.30 – 11.50 og 13.00 – 13.40.

 10. bekkur ásamt Önnu Rósu. Bekkurinn er hjá umsjónarkennara sínum frá kl. 8.30 – 11.50 og  kl. 13.00 – 13.40.

 Frá klukkan 12:30 geta gestir skólans fengið súpu, brauð, vatn, kaffi  í heimilsfræðistofunni. Þeir foreldrar sem ekki sjá sér fært að kynnast starfi vetrarins þennan dag geta haft samband við skólastjóra eða umsjónarkennara barnsins til að fá upplýsingar um starfið.