- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Foreldrar ættu að gæta að því að börnin fái nægan svefn. Svefn er mikilvægur fyrir ung börn. Á nóttunni byggja þau upp orku fyrir næsta dag. Börn á skólaaldri ættu að vera komin í rúmið í síðasta lagi klukkan níu á kvöldin segir norskur barnalæknir. Samkvæmt bandarískri könnun eiga 40% barna við svefnörðuleika að stríða fyrst eftir að skólastarf hefst á haustin. Vandamálin byggjast á að börnin vakna á nóttunni og eiga í erfiðleikum með að sofa ein. Truflun á nætursvefni getur komið niður á heilsu barnanna, þau verða þreytt, döpur, hrædd og stressuð. Það eykur síðan hættu á erfiðleikum í námi. Mikilvægt er að hafa fastar venjur með svefntíma alla daga vikunnar. Ekki hafa sjónvarp eða önnur rafmagnstæki í herbergi barnsins. Ekki gefa barninu orkuríka drykki með kvöldmatnum. Gott er að fara með barnið snemma í rúmið, lesa fyrir það stutta stund, slökkva síðan ljósið og ganga fram. Börn á skólaaldri þurfa 10 - 12 tíma svefn. Sé þeirri reglu haldið er barnið hamingjusamara og námfúsara. (Fréttablaðið föstud. 21. sept. 2012)