Það er aftur afmæli

Þann 5. desember fyrir 50 árum var fyrsti skóladagurinn í Þelamerkurskóla. Við ætlum að halda upp á það með því að fara á skauta að morgni 5. desember n.k. og eftir hádegið verða sýndar jólabíómyndir í þremur "sölum" hér í skólanum. 

Við byrjum daginn á því að fara í morgunmat og höldum svo rakleiðis inn í Skautahöllina á Akureyri. Þar skautum við til klukkan 11:45. En þá förum við aftur í skólann og borðum venjulegan fimmtudagsmat sem að öllu jöfnu er hátíðarmatur. Þennan dag er svínasnitsel með tilheyrandi meðlæti í hádegismat. 

Að loknum hádegsiverði geta nemendur valið á milli þriggja jólabíómynda til að horfa á. Það er nemendaráð skólans sem hefur veg og vanda að bíósýningum dagsins. Boðið verður upp á popp og safa á meðan á bíósýningum stendur. 

Hér er foreldrabréf sem sent var heim í foreldrapósti.