- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í dag, þriðjudaginn 24. mars, var síðasti dagur skíðaskóla 1.-4. bekkjar. Þó var þetta eiginlega bara seinni dagurinn af tveimur vegna þess að fella þurfti skíðakennsluna niður í gær vegna rafmagnsleysis í Hlíðarfjalli. Af óviðráðanlegum orsökum er ekki hægt að halda þriðja dag skíðaskólans í ár en það er aldrei að vita hvort okkur takist að hafa hann í fjóra daga á næsta ári.
Allir nemendur skólans tóku miklum framförum og starfsmenn Hlíðarfjalls höfðu orð á því hve nemendur okkar væru prúðir og duglegir. Hérna fyrir neðan er færsla af Facebook síðu skólans sem sýnir nokkarar myndir sem teknar voru í morgun og einnig eitt myndband þar sem nemendur syngja og leika sér niður brekkuna.