- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Hið árlega þorrablót 1.-6. bekkinga var haldið á bóndadaginn. Nemendur 6. bekkjar skipulögðu að venju skemmtun með gátum, leikjum og söng og buðu 1.-5. bekkingum til þorraveislu. Margrét okkar spilaði undir fjöldasöng þar sem gömul og góð þorralög ómuðu um matsalinn. Milli laga gæddu nemendur sér á hangikjöti, hrútspungum og hákarli. Eftir át og skemmtun í matsal héldu nemendur svo upp í heimastofu 6. bekkinga þar sem brugðið var á leik. Við þökkum 6. bekkingum fyrir skemmtilegan dag!