Þorrablót 1. - 6. bekkjar

Hið hefðbundna þorrablót 1. - 6. bekkjar var haldið í skólanum okkar í dag. Nemendur borðuðu þorramat og sungu þorrasöngva. Eins og hefð er fyrir var skipulag dagsins  í höndum 6. bekkjar. Skemmtunin tókst mjög vel  og allir nutu þess að borða þorramatinn.  Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega degi.