Þorrablót 1.-6. bekkjar

Árlegt þorrablót 1.-6. bekkjar var haldið á bóndaginn 24. janúar sl. Nemendur í 6. bekk skipulögðu og héldu utan um flotta dagskrá undir handleiðslu Ágústs umsjónarkennara. Dagskráin hófst í matsalnum þar sem ýmis þorralög voru sungin við undirleik Jóns Þorsteins harmonikkuleikara. Eftir að nemendur höfðu borðað nægju sína af þorramat og mjólkurgraut bauð 6. bekkur 1.-5. bekk upp á skemmtiatriði. Frægi skyrleikurinn vakti gríðarlega lukku meðal nemanda og svo enduðu öll í stoppdansi. Þorrablótið var einstaklega vel heppnað og þökkum við nemendum 6. bekkjar og Ágústi kærlega fyrir skipulagninguna.

Hérna eru myndir frá gleðinni.