Tónskáld í hópi nemenda skólans

Upptakturinn - tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er verkefni sem hvetur börn og ungmenni til að semja tónverk og senda inn í keppnina. 10 tónverk eru valin til útsetningar af landsfrægu tónlistarfólki. Í kjölfarið eru svo haldnir tónleikar í Hofi þar sem þessi 10 verk eru flutt af atvinnuhljóðfæraleikurum.
Anna Lovísa Arnarsdóttir í 10. bekk Þelamerkurskóla var ein þeirra útvöldu en hún samdi tónverkið Eyrun mín sjá liti. Magnað verk hjá Önnu og við óskum henni innilega til hamingju.

Anna Lovísa flutti lagið sitt á skólaslitum Þelamerkurskóla og fékk með sér Láru Rún trompetleikara og nemanda í 9. bekk.

Hér er slóð á tónverkið