- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Á umhverfisdegi skólans unnu nemendur verkefni byggt á eðlisfræði og endurvinnslu. Verkefnið fólst í því að búa til bíl úr efni sem fellur til á heimilum, s.s. umbúðum, töppum og ónýtum geisladiskum. Skólavinir unnu saman og gáfu hugmyndafluginu lausan tauminn við hönnunina. Þegar smíði bílsins var lokið fundu skólavinir heiti á bílinn og létu hann síðan renna niður ramp og var markmiðið að láta bílinn drífa sem lengst. Á bak við hvern bíl eru heilmiklar pælingar, sumir beygðu af leið, aðrir runnu treglega og þurftu nemendur að vinna saman að því að leita lausna til að hanna besta bílinn.
Markmiðið með verkefninu er að efla áhuga barna og ungmenna á vísindum og tækni, leggja áherslu á að námið sé skemmtilegt og nýta efnivið sem annars myndi lenda í ruslinu.
Hér eru myndir sem teknar voru á þessum skemmtilega degi.