- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Umhverfisdagur skólans var haldinn í dag. Hefðbundin stundatafla var brotin upp og allt starfsfólk og nemendur gengu í hin ýmsu vorverk.
Nemendur unnu á fjórum stöðvum:
1) Í námunni var dreift úr heyrúllum í rofabörðin og gífurlegum fjölda birkiplantna var plantað.
2) Í matjurtagarðinum var stungið upp, sáðum fyrir gulrótum og rófum og settum niður kartöflur auk þess að sópa og þrífa í kringum svæðið.
3) Á sköpunarstöðinni var unnið með umhverfissáttmála skólans og stóri glugginn í fatahenginu skreyttur.
4) Á fjórðu stöðinni var farið í útileiki með umhverfisþema.
Dagurinn gekk ljómandi vel, við vorum nokkuð heppin með veður og skemmti fólk sér mjög vel.
Hér má sjá myndir frá deginum.