Undankeppni stóru upplestrarhátíðarinnar

Í morgun var undankeppni Stóru upplestrarhátíðinnar haldin í skólanum en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Markmið hátíðarinnar  er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði. Hátíðin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur með lokahátíð sem að þessu sinni  verður í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 1. mars.  Sex nemendur í 7. bekk tóku þátt í upplestrarhátíðinni og stóðu þau sig öll vel. Valdir voru tveir fulltrúar skólans til að taka þátt í lokakeppninni. Þeir eru Anna Kristín Auðbjörnsdóttir og Heiðdís Ósk Valdimarsdóttir.  Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis.

Hér eru myndir sem teknar voru á hátíðinni.