- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í morgun var undankeppni Stóru upplestrarhátíðinnar haldin í skólanum en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði. Hátíðin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur með lokahátíð sem að þessu sinni verður í Menntaskólanum á Akureyri fimmtudaginn 5. mars.
Fjórir nemendur í 7. bekk tóku þátt í upplestrarhátíðinni og stóðu þau sig öll vel. Valdir voru tveir fulltrúar skólans til að taka þátt í lokakeppninni. Þeir eru Stefán Karl Ingvarsson og Juliane Liv Sörensen. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og góðs gengis.
Dómarar keppninnar í skólanum voru: Sesselja Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir og Margrét Sverrisdóttir. Við þökkum þeim kærlega fyrir hjálpina.
Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni.