Undirbúningur árshátíðar

Yngsti námshópur önnum kafinn við undirbúning
Yngsti námshópur önnum kafinn við undirbúning

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20:00. Að venju sýnir hver námshópur leikrit og einnig verða á sviðinu ýmis tónlistaratriði sem nemendur skólans sjá um. Að sýningu lokinni er kaffisala uppi í skóla og nemendur verða eftir í íþróttasalnum og dansa. 

Nemendur og kennarar leggja mikinn metnað í að atriðin verði sem best úr garði gerð. Umgjörð árshátíðarinnar er ekki síður vönduð. Eins og undanfarin ár verður sýningin í íþróttahúsinu en því verður breytt í leikhús á þriðjudagskvöldinu. Það þýðir að á miðvikudeginum geta nemendur æft atriðin á sviðinu og fram að hádegi á fimmtudeginum. Eftir hádegi er svo lokaæfing árshátíðarinnar. 

Við vonumst svo til að sjá sem flesta á sýningunni um kvöldið því eins og vant er þykir árshátíð hvers árs, sú besta fram til þessa.