Undirbúningur og fyrirkomulag árshátíðardags

Fimmtudaginn 10. desember kl. 16-18 halda nemendur 1.-6. bekkjar árshátíð sína. Hún verður haldin í Hlíðarbæ. Æfingar fyrir hátíðina hafa staðið yfir undanfarnar vikur og verður aðalæfingin í fyrramálið. Þá geta allir nemendur skólans séð sýninguna. Rútur fara frá skólanum kl. 10 og kl. 10:15 og hefst aðalæfingin kl. 10:30. Eftir aðalæfinguna verður farið í skólann og nemendur borða hádegismat. Heimferð er á venjulegum tíma (kl. 14:20) hjá nemendum 7.-10. bekkjar. 1.-6. bekkur verður áfram í skólanum og verður aftur kominn í Hlíðarbæ um kl. 15:30. 

Árshátíðin verður sett kl. 16:00. Reiknað er með því að sýningin sé í um það bil klukkustund og þá hefsjið kaffisala og Dúddabúð opnar. Kl. 17:30-18:00 hefst ballið þar sem börn og fullorðnir geta dansað saman. Kl. 18:00 lýkur kaffisölu og balli og þá er heimferð hjá öllum. Foreldraakstur er frá árshátíð. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.