Unglingastig á grunnskólamóti á Laugum

Þann 27. september síðastliðinn fóru 12 galvaskir krakkar úr 7.-10. bekk ásamt Rögnu og Berglindi kennurum á Laugar á Grunnskólamót sem haldið er af framhaldsskólanum á svæðinu ár hvert. Margir litlir skólar í kring mæta og keppt er í íþróttagreinum á milli skólanna.

Keppt var í þrautabraut, körfubolta, blaki og skotbolta. Okkar fulltrúar í keppnunum stóðu sig með prýði og ekki var stuðningsliðið síðra. Nemendur í 9.-10. bekk fengu tækifæri til að skoða framhaldsskólann og heimavistina. Þess má geta að nemendur og kennarar klæddust auðvitað öll grænu bolum skólans og við því vel merkt.

Að móti loknu fengu nemendur gott að borða og síðan var slegið upp heljarinnar balli fyrir liðið. Alltaf gaman að fara og taka þátt á þessu móti og okkar krakkar voru skólanum að sjálfsögðu til sóma. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.