- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Föstudaginn 19. september taka nemendur og starfsmenn þátt í Unicef-hreyfingunni með því að tileinka Norræna skólahlaupið söfnun fyrir Unicef.
Eins og undanfarin ár fer hlaupið fram á Skottinu en í ár verður hægt að velja milli fjögurra vegalengda, 3 km., 5 km., 7 km. og 10. km.
Rútur ferja nemendur frá skólanum og að Tréstöðum. Fyrri rútan fer með þá sem ætla sér að fara 7 og 10 km og fer hún kl. 10:30. Um kl. 10:50 fer rútan næstu ferð og þá með hlauparana sem ætla að fara 3 og 5 km. Síðan fer hún að Hlíðarbæ og ekur á móti hlaupurunum og safnar saman þeim sem hafa lokið hlaupinu og ekur þeim til baka að skólanum og í sturtu.
Foreldrar fengu kynningarbréf um Unicef-hreyfinguna frá Gauta íþróttakennara í tölvupósti nú í vikunni.