Uppi í skógi og niðri í fjöru

Útinám er orðinn sjálfsagður liður í starfi skólans. Um þessar mundir fjalla nemendur 7. og 8. bekkjar um lífríkið í fjörunni. Í morgun fóru þeir í vettvangsferð í fjöruna við Ós á Galmaströnd. Sigrún Magnúsdóttir kennaranemi og Berglind Rós sem kennir líffræði fóru með nemendum. Hér má sjá myndir sem teknar voru í ferðinni.

Á sama tíma fóru nemendur 5. og 6. bekkjar og Hulda Arnsteinsdóttir umsjónarkennari þeirra uppí skóg að safna laufum, barrnálum og könglum. Þessi sýnishorn á svo að skoða í víðsjám og kanna það sem ekki sést með berum augum.