Upplestrarhátíð skólans

Í dag fór upplestrarhátíð skólans fram. Á henni lesa nemendur 7. bekkjar upp fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Úr hópnum velur dómnefnd fulltrúa skólans til að lesa á lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar. 

Að þessu sinni skipuðu dómnefndina Jónína Garðarsdóttir sérkennari Þelamerkurskóla og frá Leikfélagi Hörgdæla komu Ásta Júlía Heiðmann Aðalsteinsdóttir og Sesselja Ingólfsdóttir. Allir nemendur lásu sérstaklega vel og var dómnefndinni sannarlega vandi á höndum. Dómnefndin valdi Kristín Ellý á Björgum og Köru Hildi á Þrastarhóli til að verða fulltrúar skólans á lokahátíðinni sem fer fram þann 13. mars nk. Lokahátíðin fer fram í Hlíðarbæ og hefst kl. 13:30. Allir eru velkomnir á hátíðina. Hér eru myndir sem teknar voru á upplestrarhátíðinni.