- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar fór upplestrarhátíð skólans fram. Á henni lesa nemendur 7. bekkjar upp fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Úr hópnum velur dómnefnd fulltrúa skólans til að lesa á lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar.
Að þessu sinni skipuðu dómnefndina Helga Hauksdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Snorri Finnlaugsson. Allir nemendur lásu sérstaklega vel og var dómnefndinni sannarlega vandi á höndum. Dómnefndin valdi Helenu Örnu Hjaltadóttur og Önnu Lovísu Arnardóttur til að verða fulltrúa skólans á lokahátíðinni sem fer fram þann 9. mars nk. Til vara valdi dómnefndin Ester Katrínu Brynjarsdóttur.
Lokahátíðin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 9. mars og hefst kl. 17.00.
Hér eru myndir sem teknar voru á upplestrarhátíðinni.