- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í sumar úthlutaði Endurmenntunarsjóður grunnskóla úr sjóði sínum til starfsþróunarverkefna á skólaárinu 2015-2016. Þelamerkurskóli fékk styrk til að upphæð 240 000 kr. til að halda áfram innleiðingu uppeldisstefnunnar Jákvæður agi. Fyrsti fræðsludagur innleiðingarinnar verður á starfsdegi skólans 2. október. Ágúst Frímann Jakobsson, skólastjóri Naustaskóla sér um fræðsluna.
Þelamerkurskóla var líka með fleiri skólum sem hafa innleitt uppeldisstefnuna Jákvæður agi í umsókn í Endurmenntunarsjóð grunnskólanna. Sá styrkur verður nýttur til að mennta leiðbeinendur Jákvæðs aga, halda foreldranámskeið og búa til námsefni fyrir uppeldisstefnuna.
Einnig sótti skólinn ásamt Brekkuskóla, Hrafnagilsskóla og Dalvíkurskóla um styrk til að halda menntabúðir um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Það verkefni fékk 352 000 kr. Hann verður notaður til að halda átta menntasmiðjur í áðurnefndum skólum. Sú fyrsta er áformuð mánudaginn 28. september í Hrafnagilsskóla og efni hennar verður spjaldtölvunotkun í 1.-4. bekk.
Það er ánægjulegt og léttir róðurinn þegar skólinn fær jákvæð svör við umsóknum sínum til starfþróunar starfsmanna skólans. Við getum ekki annað en hlakkað til vetrarins.