Útikennsla

1. - 4. bekkur í útikennslu
1. - 4. bekkur í útikennslu

1. - 4. bekkur var í útikennslu í Mörkinni, útikennslusvæði skólans í gær. Áður en haldið var af stað frá skólanum fóru nemendur í skipulagða leiki með kennurum.

Sigga tónmenntakennari fór með hópnum og spilaði undir og stjórnaði fjöldasöng inni í Mörkinni. Síðan var farið í leiki, hlustað á náttúruhljóð og velt vöngum yfir árstíðunum.